Fara yfir á efnisvæði

Köfnunarhætta - ung börn og smáir hlutir

14.12.2012

Fréttamynd

Smáir leikfangahlutir, litlir boltar, blöðrur og marmarakúlur eru helstu valdar af slysum og dauðsföllum vegna leikfanga. Á síðustu 10 árum hafa í Bandaríkjunum um 200 börn kafnað þegar þau settu upp í sig lítil leikföng sem ekki eru ætluð börnum á aldrinum 0-3 ára.

Lítil börn hafa tilhneigingu til þess að setja hluti upp í munninn. Með kokhólk er unnt að prófa hvort leikföng séu hættuleg börnum. Ef að hluturinn kemst í kokhólk þá er hann hættulegur börnum. Hægt er að gera þetta próf með því að nota  pappahólkinn sem er innan í klósettrúllunni ef kokhólkur er ekki tiltækur. Passið upp á að augu, eyru, nef og aðrir smáir hlutir séu vel festir á leikfangið.  Sjá nánar um kokhólk hér.

Höldum slysalaus jól.

TIL BAKA