Fara yfir á efnisvæði

Tilkynning varðandi Miele þvottavélar

16.07.2010

Neytendastofa vekur athygli á tilkynningu frá Miele um galla í þvottavélum fyrir atvinnustarfsemi af gerðinni PW 6055 og PW 6065 sem framleiddar hafa verið frá nóvember 2009. Við ákveðin skilyrði getur heitt vatn og froða streymt úr þvottavélinni og hefur hún því verið tekin af markaði.

Neytendastofa hvetur eigendur viðkomandi þvottavéla til að kynna sér efni tilkynningarinnar og hafa samband við Eirvík, umboðsaðila Miele á Íslandi.

TIL BAKA