Fara yfir á efnisvæði

Dekkjaverkstæði laga verðmerkingar

11.12.2009

Eins og fram kom í frétt frá Neytendastofu í lok október sl. var mjög algengt að verðskrá yfir helstu þjónustuliði dekkjaverkstæða væri ekki sýnileg eins og vera ber, í eitthverjum tilvikum vissu starfsmenn hreinlega ekki af þessum reglum um verðmerkingar. Fengu eigendur dekkjaverkstæða send bréf til áminningar um að bæta úr þessu og voru viðbrögðin góð, öll 18 verkstæðin eru búin að setja fram verðskrá með helstu þjónustuliðum og eiga rekstraraðilar hrós skilið fyrir skjót og góð viðbrögð

TIL BAKA