Fara yfir á efnisvæði

N1 sektað fyrir markaðssetningu á N1 lykli

29.10.2012

Neytendastofu barst kvörtun frá Skeljungi um að N1 hafi brotið gegn ákvörðun Neytendastofu nr. 29/2009. Í kvörtuninni kom fram að N1 hafi hringt í neytendur og boðið þeim N1 lykil með þeim ávinningi að fá 5 kr. afslátt af eldsneytisverði í formi 3 króna afsláttar og söfnun tveggja N1 punkta.

Með ákvörðun nr. 29/2009 bannaði Neytendastofa N1 að auglýsa afslátt af eldsneytisverði sem samtölu af afslætti í krónum og söfnun punkta.

Þar sem um var að ræða brot gegn eldri ákvörðun lagði Neytendastofa 500.000 kr. stjórnvaldssekt á N1. Neytendastofa taldi ekki skipta máli þó einungis hafi verið um að ræða kynningu í síma og neytendum hafi verið greint frá því í hverju 5 kr. afslátturinn fælist. Óheimilt sé að jafna söfnun punkta við afslátt í krónum.

Ákvörðun nr. 42/2012 má lesa í heild sinni hér

TIL BAKA