Fara yfir á efnisvæði

Breyting á reglugerð um raforkuvirki nr. 264/1971

14.12.2007

Neytendastofa vekur athygli á nýrri breytingu á reglugerð um raforkuvirki nr. 264/1971.
Helstu breytingar eru þær að að kafli 2 Heiti og hugtök og kafli 3 Reglur um gerð, tilhögun og starfrækslu raforkuvirkja eru felldir niður. Þess í stað skulu háspennt raforkuvirki, háspenntar loftlínur, ásamt lágspenntum raforkuvirkjum (neysluveitum) og lágspenntum loftlínum  uppfylla ákveðnar grunnkröfur sem tilgreindar eru í grein 1.10 í reglugerðinni, ásamt sérstökum öryggiskröfum sem tilgreindar eru í greinum 1.11, 1.12 og 1.13.
Fyrrgreind virki sem gerð eru samkvæmt íslenskum stöðlum og sérstökum öryggiskröfum, sem tilgreindar eru í greinum 1.11, 1.12 og 1.13 eru álitin uppfylla grunnkröfur, sbr. grein 1.10.
Þeir staðlar sem hér um ræðir eru:
ÍST EN 50341-1:2001. Loftlínur fyrir hærri riðspennu en 45 kV. – Almennar kröfur.
ÍST EN 50341-3-12:2001. Loftlínur fyrir hærri riðspennu en 45 kV. – Íslensk sérákvæði.
ÍST EN 50423-1:2005. Loftlínur fyrir riðspennu frá 1 kV til og með 45 kV. – Almennar kröfur.
ÍST EN 50423-3:2005. Loftlínur fyrir riðspennu frá 1 kV til og með 45 kV. – Íslensk sérákvæði.
ÍST 170:2005. Háspennuvirki fyrir riðspennu yfir 1 kV.
ÍST 200:2006. Raflagnir bygginga
Þessa staðla er hægt að nálgast hjá Staðlaráði Íslands, sjá www.stadlar.is
Loftlínustaðlarnir eru á ensku en það er verið að þýða þá á íslensku og mun þeirri vinnu verða lokið á næsta ári.
Sé beitt öðrum aðferðum við gerð virkja en kveðið er á um í fyrrgreindum stöðlum skulu þær aðferðir og ástæður fyrir beitingu þeirra skjalfestar.
Rétt er að taka fram að það mun verða heimilt fram til 1. janúar 2009 að fara eftir eldri ákvæðum reglugerðar nr. 264/1971 um raforkuvirki, með áorðnum breytingum, eins og við á, vegna vinnu við raflagnir lágspenntra neysluveitna. Vinnu við þær raflagnir skal þó lokið eigi síðar en 1. janúar 2010.
Neytendastofa mun á næstu vikum kynna þessar breytingar frekar en þær má sjá hér.

 

TIL BAKA