Fara yfir á efnisvæði

Rafmagnsöryggismál flytjast Brunamálastofnunar

27.05.2009

Á Alþingi hafa verið samþykkt lög nr. 29/2009, um breytingu á ýmsum lögum vegna færslu eftirlits með öryggi raforkuvirkja, neysluveitna og raffanga frá Neytendastofu til Brunamálastofnunar. Neytendastofa sinnir þó áfram markaðseftirliti með rafföngum sem ekki eru varanlega tengd mannvirkjum þar sem hlutverk Neytendastofu er að hafa eftirlit með vöruöryggi er snýr að neytendum og almennu markaðseftirliti með vörum, eftirlit með rafföngum er hluti af því. 
Lögin byggja á samkomulagi  umhverfisráðuneytis og viðskiptaráðuneytis um að færa rafmagnsöryggissvið Neytendastofu til Brunamálastofnunar og þar með yfirstjórn málaflokksins frá viðskiptaráðuneyti til umhverfisráðuneytis.

Lögin hafa þegar tekið gildi en sjálf yfirfærslan, þ.e. flutningur þeirra starfsmanna sem sinnt hafa þessum málaflokki, frá Neytendastofu til Brunamálastofnunar fer fram 1. júní n.k.
Flutningurinn hefur engin áhrif á framkvæmd málaflokksins eða rafmagnseftirlit af nokkru tagi.

Sjá nánar lög nr. 29/2009 breyting á ýmsum lögum vegna færslu eftirlits með öryggi raforkuvirkja, neysluveitna og raffanga frá Neytendastofu til Brunamálastofnunar.

TIL BAKA