Fara yfir á efnisvæði

Hættuleg rafföng yfirlit Neytendastofu vegna viku nr. 17-22

24.06.2009

Neytendastofa telur ástæðu til að vekja athygli neytenda og innflytjenda á eftirtöldum tilkynningum um hættulegar vörur þrátt fyrir að þær hafi ekki verið markaðssettar á Íslandi svo vitað sé:

1. Framleiðandi í Bretlandi hefur afturkallað af markaði ryksugu en hætta er á rafastuði vegna slits á rafsnúrum. Vöruheitið er DYSON og framleiðsluland er Malasía. Nánari upplýsingar og mynd er að finna hér, sbr. tilkynning 591/09.

2. Stjórnvöld í Ungverjalandi hafa afturkallað af markaði reiðhjólaluktir sem hægt er að endurhlaða með rafmagni vegna hættu á rafstuði vegna þess að tengipinnar í kló eru of stórir, auk fleiri framleiðslugalla. Vöruheitin eru TDR San He og Shuai Te Er en nánari upplýsingar og myndir má finna  hér, sbr. tilkynning 595/09 og 596/09. Framleiðsluland er Kína og vörurnar eru CE-merktar þótt þær samræmist ekki Evrópustöðlum um framleiðsluna.

3. Innflytjandi ljósaseríu á Spáni hefur innkallað vöruna vegna hættu á rafstuði þar sem vírar hafa ekki staðist prófanir. Vörheitið er GUIRMA. Nánari upplýsingar og mynd má finna hér, sbr. tilkynning 598/09. Framleiðsluland er Kína og varan er CE-merkt þótt hún samræmist ekki Evrópustöðlum um framleiðsluna.

4. Stjórnvöld í Búlgaríu hafa afturkallað og sett sölubann á jólaseríur vegna hættu á rafstuði. Vöruheitin eru WR, Microlampadas multifuncoes og Mini light. Nánari upplýsingar og myndir má finna hér, sbr. tilkynning 601/09, 602/09 og 603/09.  Framleiðsluland er Kína og vörurnar eru CE-merktar þótt þær samræmist ekki Evrópustöðlum um framleiðsluna.

5. Stjórnvöld á Spáni hafa afturkallað og sett sölubann á háþrýstiþvottadælu vegna hættu á rafstuði vegna ófullnægjandi rakavarnar. Vöruheitið er Unifirst. Nánari upplýsingar og mynd má finna hér, sbr. tilkynning 612/09.  Framleiðsluland er Kína og varan er CE-merkt þótt hún samræmist ekki Evrópustöðlum um framleiðsluna.

6. Innflytjandi brauðristar í Þýskalandi hefur afturkallað vöruna af markaði vegna hættu á rafstuði vegna galla. Vöruheitið er Superior. Nánari upplýsingar og mynd má finna hér, sbr. tilkynning 613/09.  Framleiðsluland er Kína og varan er CE-merkt þótt hún samræmist ekki Evrópustöðlum um framleiðsluna.

7. Framleiðandi öryggisloka á innstungur í Þýskalandi hefur stöðvað sölu á vörunni vegna hættu á rafstuði þar sem lokin lokast ekki eftir ákveðna notkun. Vöruheitið er óþekkt. Nánari upplýsingar og mynd má finna hér, sbr.tilkynning 615/09.

8. Innflytjandi úðabyssu í Þýskalandi hefur tekið vöruna af markaði og afturkallað vegna hættu á rafstuði þar sem rofahlíf stenst ekki togkraftsprófanir. Vöruheitið er Wagner. Nánari upplýsingar og mynd má finna hér, sbr.tilkynning 621/09.  Framleiðsluland er Kína og varan er CE-merkt þótt hún samræmist ekki Evrópustöðlum um framleiðsluna.

9. Innflytjandi ferðamillistykkja í Danmörku hefur tekið vörurnar af markaði og afturkallað vegna hættu á rafstuði þar sem unnt er að snerta tengipinna.  Vöruheitin eru Active travel og Elworks. Nánari upplýsingar og myndir má finna hér, sbr. tilkynning 623/09 og 624/09.  Framleiðsluland er Kína.

10. Stjórnvöld á Spáni hafa tekið af markaði brauðrist vegna hættu á rafstuði þar sem hlífar eru ekki fullnægjandi o.fl. Vöruheitið er Orbit. Nánari upplýsingar og mynd má finna hér, sbr. tilkynning 646/09.  Framleiðsluland er Kína og varan er CE-merkt þótt hún samræmist ekki Evrópustöðlum um framleiðsluna.

11. Innflytjandi ferðamillistykkja í Bretlandi hefur tekið vöruna af markaði og afturkallað og bresk stjórnvöld hafa lagt hald á vöruna vegna hættu á rafstuði þar sem unnt er að snerta tengipinna o.fl.  Vöruheitið er Wonplug. Nánari upplýsingar og mynd má finna hér, sbr. tilkynning 649/09.  Framleiðsluland er Kína.

12. Stjórnvöld á Möltu hafa tekið af markaði og afturkallað ferðamillistykki vegna hættu á rafstuði þar sem unnt er að snerta tengipinna.  Vöruheitið er óþekkt. Nánari upplýsingar og mynd má finna hér, sbr. tilkynning 650/09. Framleiðsluland er Kína og varan er CE-merkt þótt hún samræmist ekki Evrópustöðlum um framleiðsluna.

13. Stjórnvöld í Póllandi hafa tekið af markaði sléttujárn vegna hættu á rafstuði vegna galla í kló tækisins. Vöruheitið er DSH Single. Nánari upplýsingar og mynd má finna hér, sbr. tilkynning 651/09.  Framleiðsluland er Kína.

14. Innflytjandi spennubreyta fyrir fartölvur í Bretlandi hefur tekið vöruna af markaði og afturkallað vegna hættu á rafstuði þar sem einangrun er ekki nægileg o.fl. Vöruheitið er MEIND. Nánari upplýsingar og mynd má finna hér, sbr. tilkynning 653/09.  Framleiðsluland er Kína og varan er CE-merkt þótt hún samræmist ekki Evrópustöðlum um framleiðsluna.

15. Innflytjandi ljósaskilta í Bretlandi hefur tekið vöruna af markaði og afturkallað vegna hættu á rafstuði vegna ýmissa galla. Vöruheitið er óþekkt. Nánari upplýsingar og mynd má finna hér, sbr. tilkynning 663/09.  Framleiðsluland er Kína og varan er CE-merkt þótt hún samræmist ekki Evrópustöðlum um framleiðsluna.

16. Innflytjandi klóa í Þýskalandi hefur tekið vöruna af markaði og afturkallað vegna hættu á rafstuði þar sem bil á milli jarðtengis og rafstraums er of lítið o.fl. Vöruheitið er Feiyu. Nánari upplýsingar og mynd má finna hér, sbr. tilkynning 664/09.  Framleiðsluland er Kína.

17. Framleiðandi brauðrista í Frakklandi hefur tekið vöruna af markaði vegna brunahættu þar sem hitastig á yfirborði brauðristarinnar fer yfir leyfileg mörk. Vöruheitið er Trion. Nánari upplýsingar og mynd má finna hér, sbr.tilkynning 666/09.  Framleiðsluland er Kína.

18. Dreifingaraðili ljósa í fiskabúr í Frakklandi hefur tekið vöruna af markaði og afturkallað vegna hættu á rafstuði þar sem varan er ekki nægilega einangruð svo vatn getur komist inn í lampann o.fl. Vöruheitið er Flamingo. Nánari upplýsingar og myndir má finna hér, sbr. tilkynning 667/09 og 675/09.  Framleiðsluland er Kína.

19. Framleiðandi spennubreytis fyrir tölvu í Frakklandi hefur tekið vöruna af markaði vegna hættu á rafstuði þar sem þéttar, skrúfur o.fl. uppfylla ekki skilyrði í stöðlum. Vöruheitið er Axxyon. Nánari upplýsingar og mynd má finna hér, sbr. tilkynning 691/09.  Framleiðsluland er Kína.

20. Stjórnvöld í Póllandi hafa tekið af markaði ljósaseríu vegna hættu á rafstuði þar sem vírar eru of mjóir o.fl. Vöruheitið er Luckystar, Rice Light. Nánari upplýsingar og mynd má finna hér, sbr. tilkynning 694/09.  Framleiðsluland er Kína og varan er CE-merkt þótt hún samræmist ekki Evrópustöðlum um framleiðsluna.

21. Framleiðandi ferðamillistykkis í Bretlandi hefur tekið vöruna af markaði og  afturkallað vegna hættu á rafstuði þar sem unnt er að snerta rafmagnspinna þegar skipt er um stöðu. Vöruheitið er Super traveller. Nánari upplýsingar og mynd má finna hér, sbr. tilkynning 695/09.  Framleiðsluland er Kína og varan er CE-merkt þótt hún samræmist ekki Evrópustöðlum um framleiðsluna.

22. Innflytjandi netspjalds á Spáni hefur tekið vöruna af markaði og afturkallað vegna hættu á rafstuði þar sem varan uppfyllir ekki kröfur. Vöruheitið er BELKIN. Nánari upplýsingar og mynd má finna hér, sbr. tilkynning 705/09.  Framleiðsluland er Taívan.

23. Framleiðandi rafhlöðu fyrir fartölvur í Bretlandi hefur afturkallað vöruna vegna eldhættu þar sem rafhlaðan getur ofhitnað. Vöruheitin eru Hewlett-Packard og Compaq. Nánari upplýsingar og mynd má finna hér, sbr. tilkynning 709/09.  Framleiðsluland er Kína.

24. Stjórnvöld í Portúgal hafa tekið af markaði fjöltengi vegna hættu á rafstuði og bruna vegna ýmissa galla. Vöruheitið er bdnc. Nánari upplýsingar og myndir má finna hér, sbr. tilkynning 725/09, 727/09 og 728/09.  Framleiðsluland er Kína.

25. Framleiðandi sláttuvéla í Frakklandi hefur tekið af markaði og afturkallað vöruna vegna hættu á meiðslum þar sem afturhlíf getur brotnað og hlutir kastast út úr vélinni þegar hún er notuð. Vöruheitið er Casino. Nánari upplýsingar og mynd má finna hér, sbr. tilkynning 757/09.  Framleiðsluland er Kína.

26. Tollyfirvöld á Spáni hafa stöðvað innflutning á fjöltengi vegna hættu á rafstuði þar sem jarðtengi og göt í innstungunum eru ekki nægilega fjaðrandi o.fl. Vöruheitið er Famatel. Nánari upplýsingar og mynd má finna hér, sbr. tilkynning 761/09.  Framleiðsluland er Kína.

Neytendastofa vill auk þess vekja athygli á tilkynningum nr. 599/09 og 600/09  , sem ekki þykir ástæða til sérstakrar viðvörunar hér enda mjög ósennilegt að varan finnist hér á landi. Tilkynningarnar má finna hér en unnt er að leita eftir tilkynningum með því að slá inn númer tilkynningar og skástrik 09, þ.e 599/09, o.s.frv. 
Neytendastofa hvetur neytendur og innflytjendur til að senda ábendingar til stofnunarinnar um framangreindar vörur telji þeir að þær sé að finna á markaði  hér á  landi, sbr. www. neytendastofa.is, nafnlausar ábendingar eða undir nafni með skráningu notenda  í þjónustugátt stofnunarinnar, sjá nánari upplýsingar og leiðbeiningar á heimasíðu Neytendastofu.


Neytendastofa 23. júní 2009.

TIL BAKA