Fara yfir á efnisvæði

Aðgengi að verðskrám Útfararstofa

06.04.2010

Starfsmenn Neytendastofu fóru í tvígang á milli útfararstofa á höfuðborgarsvæðinu, Í fyrri ferðinni var farið á allar útfarastofur og kannað hvort verðskrá væri til staðar. Í seinniferðinni var farið aftur á þá staði sem ekki voru með verðskrá til taks. Upphaflega vari farið í sjö útfararstofur og voru þrjár þeirra, Útfararþjónusta kirkjugarðanna Fossvogi, Útfararþjónusta Hafnarfjarðar og Útfararstofa Rúnars Geirmundssonar, með aðgengilegar verðskrár yfir þjónustu og vörur, auk þess voru kistur og fylgihlutir vel verðmerktir í sýningarherbergi Útfararþjónustu kirkjugarðanna.

Hinar útfararstofurnar tóku vel í að bæta úr þessu og í samtali við Rúnar Geirmundsson formann Félags íslenskra útfararstjóra kom fram að nýlega fór fram fundur með formanni Prestafélags Íslands, sviðsstjóra helgihalds á biskupsstofu, fulltrúum organista, útfararstjóra og FÍH. Þar sem rædd var nauðsyn þess að upplýsa aðstandendur um hvað hver liður útfarar kostar svo ekkert fari á milli mála í þeim efnum. Einnig var nýlega birt grein eftir Rúnar í Thanos, alþjóðlegu tímariti útfararstjóra, þar sem hann fjallaði meðal annars um kostnað við útfarir á Íslandi.

Í seinni ferðinni var farið aftur í Útfararstofu Íslands, Útfararstofu Hafnarfjarðar, Útfararþjónustu Davíðs Olgeirssonar og Útfaraþjónustu Borgarinnar, ánægjulegt er frá því að segja að á öllum stöðunum var búnið að koma upp verðskrá með aðgengilegum upplýsingum um vörur og þjónustur í boði.

Neytendastofa heldur áfram að fylgja eftir sjálfsögðum rétti landsmanna og veita fyrirtækjum landsins nauðsynlegt aðhald sem skilar sér í formi góðrar og sýnilegrar verðmerkingu vara.

TIL BAKA