Fara yfir á efnisvæði

Neytendastofa gerir könnun varðandi seðilgjöld og aðrar sambærilegar fylgikröfur

07.03.2008

Viðskiptaráðherra hefur falið Neytendastofu að gera úttekt á því í hvaða mæli opinberar stofnanir og fyrirtæki innheimti seðilgjöld eða aðrar sambærilegar fylgikröfur og hvort fullnægjandi lagaheimild standi til gjaldtökunnar. Neytendastofa hefur í kjölfar bréfs viðskiptaráðherra sent 283 opinberum stofnunum og fyrirtækjum fyrirspurn varðandi innheimtu seðilgjalda og annarra sambærilegra fylgikrafna. Svarfrestur er til 18. mars n.k. og gefst aðilum kostur á að svara fyrirspurninni skriflega eða rafrænt í gegnum rafræna Neytendastofu. 

TIL BAKA