Fara yfir á efnisvæði

Úrbætur í ritfangaverslunum

26.06.2013

Fulltrúar Neytendastofu hafa undanfarinn mánuð farið í tvær heimsóknir í ritfangaverslanir á höfuðborgarsvæðinu til að athuga verðmerkingar. Í fyrri könnuninni sem gerð var í maí reyndust fjórar verslanir ekki vera með verðmerkingar í lagi. Það voru þrjár verslanir A4 og verslunin Griffill. Í síðustu viku var farið aftur í þessar fjórar verslanir og athugað hvort verslunareigendur hefðu farið eftir tilmælum Neytendastofu um úrbætur.

Búið var að lagfæra verðmerkingarnar í öllum verslununum og því engar athugasemdir gerðar við merkingarnar í þetta sinn. Neytendastofa heldur áfram að fylgja eftir sjálfsögðum rétti landsmanna og veita fyrirtækjum landsins nauðsynlegt aðhald sem skilar sér í formi góðrar og réttrar verðmerkingar vara.

TIL BAKA