Fara yfir á efnisvæði

Verum skotheld um áramótin!

29.12.2003

Fylgið ábendingunum hér að neðan um meðferð skotelda og stuðlið þannig að slysalausum áramótum

Undirbúningur:

  • Lesið vandlega leiðbeiningar sem fylgja skoteldum
  • Breytið aldrei eiginleikum skotelda - fikt er hættulegt
  • Geymið skotelda á öruggum stað
  • Gerið ráðstafanir vegna gæludýra - þau þola illa hávaða
  • Lokið gluggum
  • Áfengi og skoteldar eiga ekki samleið
Hvað þarf:
  • Góð hlífðargleraugu og góða hanska
  • Stöðugan hólk til að skorða flugelda
  • Slétt undirlag á opnu svæði fyrir t.d. skotkökur,  gos, tertur
Þegar skotið er upp:
  • Kveikið í skoteldum með útréttri hendi - bogrið ekki yfir þeim
  • Víkið strax frá eftir að kveikt hefur verið í skoteldum - haldið öllum í fjarlægð.  Hafið sérstakar gætur á börnum
  • Reynið aldrei að kveikja aftur í skoteldum sem áður hefur verið kveikt í
  • Bannað er að skjóta upp skoteldum við brennur og bálkesti

 Stjörnuljós og handblys:

TIL BAKA