Fara yfir á efnisvæði

Kvörtun vegna upplýsinga um ávinning af e-Vildarkortum

07.06.2010

Fréttamynd

Kreditkort ehf. kvartaði til Neytendastofu yfir dagblaðaauglýsingum á e-Vildarkorti og upplýsingum um kortið á vefsíðu Ekorts og Kaupþings banka. Taldi Kreditkort að upplýsingar vantaði um það að ávinningur af notkun e-Vildarkorta fáist ekki af kaupum í öllum verslunum.

Í ákvörðuninni er annars vegar um það fjallað að Neytendastofa geri ekki athugasemdir við dagblaðaauglýsingarnar. Hins vegar er fjallað um það að stofnunin taldi upplýsingar um ávinning af notkun kortanna ekki nógu skýrar á heimasíðum Ekorts og Kaupþings þar sem e-Vildarkort eru kynnt. Fyrirtækin breyttu vefsíðum sínum þó að eigin frumkvæði við meðferð málsins og því greip Neytendastofa ekki til aðgerða í málinu.

Ákvörðun nr. 29/2010 má lesa í heild sinni hér.

TIL BAKA