Fara yfir á efnisvæði

Nýjar ákvarðarnir Neytendastofu

04.01.2007

Byggingafélagið Aðalvík ehf. kvartaði yfir notkun Aðalvíkur ehf. á firmanafninu. Neytendastofa taldi ekki tilefni til aðgerða í málinu þar sem villandi notkun kvartanda á nafni sínu ylli alvarlegri ruglingi en notkun Aðalvíkur ehf. Sjá nánar ákvörðun nr. 19/2006.

Hagi ehf. kvartaði yfir notkun Haga hf. á firmanafninu. Orðmynd heitanna er sú sama í þolfalli og eignarfalli og það eina sem greinir þau að í þeim tilfellum er að annað er eikahlutafélag en hitt hlutafélag. Neytendastofa bannaði því Högum hf. notkun á firmanafninu. Sjá nánar ákvörðun nr. 18/2006.

Hér og nú ehf. kvartaði yfir notkun 365 prentmiðla ehf. á nafninu Hér og nú. Undir málsmeðferð var nafni Hér og nú ehf. breytt í H:N ehf. Ákvæði 12. gr. laga um óréttmæta viðskiptahætti tekur til ruglingshættu á milli tveggja fyrirtækja og þar sem enginn atvinnurekstur fór lengur fram á nafninu Hér og nú ehf. féllu málsatvik ekki lengur undir ákvæði greinarinnar. Neytendastofa taldi því ekki tilefni til aðgerða í málinu. Sjá nánar ákvörðun nr. 17/2006.

TIL BAKA