Fara yfir á efnisvæði

Neytendastofa bannar Stekkjarlundi ehf. notkun ákveðinna fullyrðinga

03.11.2011

Kynding ehf. og Varmavélar ehf. leituðu til Neytendastofu með kvörtun yfir fullyrðingum Stekkjalundar ehf. sem birst hafa á heimasíðu fyrirtækisins og í blaðaauglýsingum en fyrirtækin eru keppinautar í sölu á varmadælum. Á heimasíðunni og í auglýsingum komu fram fullyrðingarnar „Öflugasta varmadælan á markaðinum Fujitsu Nocria 14LBC“, „Fujitsu er allt að 30% ódýrari í rekstri en flestar tegundir varmadæla“ og „Heldur jöfnum hita allt niður í -30°C“.  Stekkjalundur gat ekki sannað fullyrðingar. Neytendastofa telur þær því villandi og til þess fallnar að blekkja neytendur og hafa áhrif á ákvörðun þeirra við val á vöru.

Neytendastofa hefur tekið þá ákvörðun að auglýsingar Stekkjalundar með ákveðnum fullyrðingum um Fujitsu varmadælur  brjóti gegn lögum um eftirlit með viðskiptaháttum og markaðssetningu og bannaði birtingu þeirra.

Ákvörðunina má lesa í heild sinni hér.

TIL BAKA