Fara yfir á efnisvæði

Nýjar reglur um vél- og rafknúin hlaupahjól

01.07.2004

Með breytingu á umferðarlögum nr. 84/2004, hafa raf- og vélknúin hlaupahjól sem geta ekið frá 8 km og upp í 15 km hraða á klst. verið skilgreind sem reiðhjól.  Þetta á við um vélknúin hlaupahjól sem búið er stigbretti, er með stöng að framan sem á er stýri.  Einungis má nota slík hjól á göngustígum en undir engum kringumstæðum í umferð.

Börn og unglingar sem eiga vél- eða rafknúin hlaupahjól eru hvött til þess að nota hjálm og aðrar persónuhlífar.

Hlaupahjól er geta farið hraðar en 15 km á klst. eru skilgreind sem vélknúin ökutæki, þau eru skráningarskyld og skal notandi þeirra hafa sérstakt leyfi til að aka þeim.  Slík tæki eru eingöngu til nota í umferð.

Á markaði eru einnig vélknúin leikföng ætluð börnum yngri en 3ja ára s.s. litlir bílar sem börn geta setið í.  Slík leikföng mega ekki fara hraðar en 8 km á klst. Leikfangið skal vera útbúin þannig að ef fótstig er knýr það áfam er sleppt þá stoppar það.  Leikfangið skal vera CE merkt.

TIL BAKA