Fara yfir á efnisvæði

Auðkennið GNÓTT

04.07.2012

Neytendastofa hefur bannað Ölgerð Egils Skallagrímssonar að nota auðkennið GNÓTT sem heiti á starfsemi fyrirtækisins fyrir vörur og þjónustu með snyrtivörur og matvæli.

Fyrirtækið Gnótt kvartaði til Neytendastofu yfir notkun Ölgerðarinnar á auðkenninu GNÓTT sem heiti og léninu gnott.is þar sem það taldi Ölgerðina brjóta gegn rétti sínum.

Neytendastofa komst að þeirri niðurstöðu að notkun Ölgerðarinnar á auðkenninu GNÓTT sem heiti á starfsemi innan fyrirtækisins ylli ruglingi á milli fyrirtækjanna tveggja. Gnótt ætti betri rétt til heitisins þar sem það sýndi fram á lengri notkun og því væri Ölgerðinni bönnuð notkun þess.

Neytendastofa taldi notkun Ölgerðarinnar á léninu gnott.is ekki valda ruglingi milli fyrirtækjanna. Þegar slegin er inn vefslóðinn gnott.is fer viðkomandi á vefsíðu Ölgerðarinnar og telur Neytendastofa enga hættu á ruglingi.

Ákvörðunina má lesa í heild sinni hér.

TIL BAKA