Fara yfir á efnisvæði

Áfrýjunarnefnd neytendamála staðfestir niðurstöðu Neytendastofu

19.03.2007

Áfrýjunarnefnd neytendamála hefur í máli nr. 6/2006 staðfest niðurstöðu Neytendastofu um að aðhafast ekki vegna kvörtunar yfir léninu blog.is. Örvar H. Kárason rétthafi lénsins blogg.is hafði kvartað yfir skráningu Árvakurs hf. á léninu blog.is. Að mati Neytendastofu eru heiti lénanna almenn og lýsandi fyrir þá þjónustu sem í boði er á vefsíðunum og feli þau ekki í sér nægileg sérkenni til að njóta verndar gegn því að aðrir noti sama orð í annarri orðmynd.

Sjá úrskurð áfrýjunarnefndar í máli nr. 6/2006.

TIL BAKA