Fara yfir á efnisvæði

Polarn O. Pyret innkallar doppóttan barnakjól

10.09.2010

Fréttamynd

Neytendastofu hefur borist tilkynning um innköllun á doppóttum barnakjól frá Polarn O. Pyret með vörunúmerið 60052279, 60052276. Ástæða innköllunarinnar er sú að mittisband kjólsins er of langt og getur það valdið hættu á að barn festi sig í og skaðist. Vara þessi uppfyllir ekki þær öryggiskröfur sem gerðar í staðli nr. ÍST EN 14682 Öryggi barnafatnaðar – Bönd og reimar í barnfatnaði – Forskriftir.

Í tilkynningu frá Polarn O. Pyret er neytendum bent á að þeir geti skilað kjólnum í verslunum gegn fullri endurgreiðslu

TIL BAKA