Fara yfir á efnisvæði

Breyting á lögum um eftirlit með óréttmætum viðskiptaháttum og gagnsæi markaðarins.

26.06.2008

Á s.l. vorþingi samþykki Alþingi lög nr. 50/2008 um breytingu á lögum um eftirlit með óréttmætum viðskiptaháttum og gagnsæi markaðarins nr. 57 20. maí 2005, með síðari breytingum. Með setningu laganna er innleidd tilskipun Evrópusambandsins nr. 2005/29 frá 11. maí 2005 um óréttmæta viðskiptahætti gagnvart neytendum á innri markaði.

Tilskipuninni er ætlað að samræma löggjöf aðildarríkja ESB um vernd fjárhagslegra hagsmuna neytenda gagnvart óréttmætum viðskiptaháttum fyrirtækja. Innleiðingu tilskipunarinnar er ekki ætlað að fela í sér miklar efnislegar breytingar á lögunum eða framkvæmd þeirra.

Tilskipunin fjallar einkum um vernd fjárhagslegra hagsmuna neytenda. Lögin fjölluðu almennt um neytendavernd og vernduðu ákvæði laganna hagsmuni neytenda og keppinauta jöfnum höndum en gerðu ekki greinarmun þar á. Eftir breytingar á lögunum er hins vegar gerður greinarmunur á háttsemi fyrirtækja gagnvart neytendum og háttsemi fyrirtækja gagnvart keppinautum sínum.

Þá hefur heiti laganna verið breytt og er það nú: Lög um eftirlit með viðskiptaháttum og markaðssetningu.

Breytingarlögin og greinargerð með frumvarpi til laganna má lesa í heild sinni á vef Alþingis.

TIL BAKA