Fara yfir á efnisvæði

Lénið logsatt.is

15.11.2010

Neytendastofa hefur með ákvörðun nr. 49/2010 bannað Karli Jónssyni notkun á léninu logsatt.is

Stofnuninni barst erindi frá lögfræðistofunni Lögsátt þar sem kvartað var yfir skráningu á léninu logsatt.is. Við meðferð málsins kom fram að Lögsátt hafi verið starfandi frá árinu 1997 auk þess sem félagið fékk skráð vörumerkið Lögsátt hjá Einkaleyfastofu þann 6. apríl 2010.

Neytendastofa taldi orðið lögsátt ekki almennt lýsandi fyrir lögfræðiþjónustu þó svo að lögfræðingar geti sérhæft sig í því að ná sáttum í lögfræðilegum deilum. Stofnunin taldi að Karli hefði mátt vera ljóst að skráning hans á léninu logsatt.is gæti valdið ruglingi við Lögsátt, einkum þegar litið væri til þess að hann er lögmaður og því væntanlega í samkeppni við Lögsátt.

Neytendastofa taldi skráningu lénsins brjóta gegn ákvæðum laga nr. 57/2005, um eftirlit með viðskiptaháttum og markaðssetningu.

Ákvörðunina má lesa í heild sinni hér

TIL BAKA