Fara yfir á efnisvæði

Ákvörðun Neytendastofu nr. 22/2007

29.11.2007

Neytendastofa hefur bannað Ölgerðinni Agli Skallagrímssyni ehf. að kynna Kristal Plús sem hitaeininga- og kolvetnasnauðan í kjölfar kvörtunar Vífilfells ehf.  Neytendastofa telur að með kynningu Ölgerðarinnar á Kristal Plús þess efnis að drykkurinn sé hitaeininga og kolvetnasnauður brjóti fyrirtækið gegn ákvæðum 5. gr. og 1. mgr. 6. gr. laga nr. 57/2005 um eftirlit með óréttmætum viðskiptaháttum og gagnsæi markaðarins. Sjá nánar ákvörðun nr. 22/2007 


 

TIL BAKA