Fara yfir á efnisvæði

Ákvörðun Neytendastofu nr. 1/2009

13.02.2009

Neytendastofa hefur tekið þá ákvörðun að Allianz á Íslandi hf. hafi brotið gegn ákvæðum 5. og 6. gr. laga nr. 57/2005 um eftirlit með óréttmætum viðskiptaháttum og gagnsæi markaðarins, eins og lögin hétu fyrir gildistöku breytingalaga nr. 50/2008, með dreifibréfi þar sem kynnt er raunávöxtun viðbótalífeyrissparnaðar. Í dreifibréfinu var borin saman raunávöxtun nokkurra viðbótarlífeyrissjóða síðustu átta ár. Að mati Neytendastofu er samanburðinn villandi og því brot á ákvæðum laganna þar sem tekin var saman ein meðalávöxtun fyrir alla sjóði Kaupþings Vista annars vegar og alla sjóði Kaupþings Lífeyrisauka hins vegar. Þá hafi útreikningar Allianz ekki verið réttir.

Ákvörðunina má lesa í heild sinni hér

TIL BAKA