Fara yfir á efnisvæði

BabySam innkallar barnabeisli

21.01.2010

Neytendastofa vekur athygli á innköllun BabySam á barnabeislum framleiddum í Danmörk af Baby Dan af gerðinni Dan2-sele frá árinu 2009. Ástæða innköllunar er galli í  sylgju. Börnum getur stafað hætta af köfnun ef sylgjan sem er á beislinu brotnar.

Neytendastofa hvetur eigendur barnabeisla af þessari gerð að hætta notkun þeirra strax og afla frekari upplýsinga í verslun BabySam.

Sjá nánar tilkynningu frá Baby Dan ásamt mynd af innkallaðri vöru.

TIL BAKA