Fara yfir á efnisvæði

Möguleg eldhætta af kæliskápum og frystikistum

08.01.2008

Neytendastofa vekur athygli á aðvörun Danfoss um mögulega eldhættu af eldri gerðum af kæliskápum og frystikistum.

Um getur verið að ræða margar mismunandi gerðir af kæliskápum og frystikistum sem búin eru ákveðnum íhlutum, þjöppum, frá Danfoss.   Kæliskápar og frystikistur með umræddum þjöppum voru framleidd árið 1994 eða fyrr. Sjá nánar í fréttatilkynningu Danfoss.

Hér  má nálgast leiðbeiningar um hvernig þekkja megi þjöppur sem eldhætta gæti mögulega stafað af.

Allar frekari upplýsingar, s.s. um viðbrögð og hvernig nálgast skuli nýja þjöppu má finna á vef Danfoss.

TIL BAKA