Fara yfir á efnisvæði

Fréttatilkynning

04.04.2008

Neytendastofa hefur í dag, 4. apríl, sent til birtingar reglur um útsölu og aðra sölu þar sem selt er á lækkuðu verði. Sambærilegar reglur á Norðurlöndunum voru hafðar til hliðsjónar við vinnslu reglnanna. Reglurnar voru sendar helstu hagmunaaðilum til umsagnar og þeim gefinn kostur á að gera athugasemdir. 

Reglurnar fela það m.a. í sér að seljandi vöru eða þjónustu verður að geta sannað að vara hafi verið seld á auglýstu fyrra verði. Komi upp villa í auglýsingu á útsölu eða annarri sölu um lækkað verð verður auglýsandi að leiðrétta villuna í réttu hlutfalli við upphaflega auglýsingu auk þess sem leiðrétting verður að koma fram á sölustað og eftir atvikum á vefsíðu seljanda. Þá er seljendum óheimilt að auglýsa „takmarkað magn“ án þess að tilgreint sé hversu mikið magn standi neytendum til boða. 

Með setningu reglnanna vill Neytendastofa stuðla að því að viðhafðir séu góðir viðskiptahættir við útsölur og aðrar sambærilegar sölur á lækkuðu verði, sbr. lög um eftirlit með óréttmætum viðskiptaháttum og gagnsæi markaðarins nr. 57/2005. 

Reglurnar má lesa í heild sinni hér.

 

TIL BAKA