Fara yfir á efnisvæði

Auglýsingar Artasan á Nicotinell Fruit nikótíntyggigúmmíi

09.02.2012

Vistor hf. umboðsaðili Nicorette nikótíntyggigúmmís, leitaði til Neytendastofu með kvörtun yfir dagblaðsauglýsingum Atrasan á Nicotinell Fruit nikótíntyggigúmmíi. Fyrirsagnir auglýsinganna voru: „Það er ódýrara að nota Nicortinell Fruit heldur en að reykja“ og „Nicotinell Fruit – Ódýrara!“. Vistor gerði ekki athugasemd við fyrri fullyrðinguna en telur að fullyrðingin styðji vörumerkið Nicotinell sem geti valdið því að neytendur dragi þá ályktun að Nicotinell sé almennt á lægra verði en Nicorette sem ekki sé raunin. Varðandi seinni fullyrðinguna segir Vistor að rétt sé að Nicotinell Fruit sé ódýrara en Nicorette Fruitmint en óréttmætt og villandi sé að taka ekki fram í auglýsingunni að verðkönnun sú sem fullyrðingin byggist á sé gerð af óháðum aðila sem veki grun um að könnunin sé gerð af fyrirtækinu sjálfu.

Mat Neytendastofu var að það kæmi skýrt fram í fyrri fullyrðingunni að átt væri við Nicotinell Fruit en ekki aðrar tegundir Nicotinell. Þrátt fyrir athugasemdir við seinni fullyrðinguna segir Vistor að rétt sé að verð á Nicotinelle Fruit sé í öllum tilvikum lægra en á Nicorette Fruitmint. Af þeim sökum sá Neytendastofa ekki ástæðu til þess að gera athugasemd við framkvæmd könnunarinnar.

Niðurstaða Neytendastofu var því sú að ekki væri ástæða til aðgerða af hálfu Neytendastofu.

TIL BAKA