Fara yfir á efnisvæði

Húsasmiðjan sektuð fyrir fullyrðingu í auglýsingum

01.10.2012

BYKO kvartaði til Neytendastofu yfir auglýsingum Húsasmiðjunnar þar sem fullyrt var að Húsasmiðjan byði „Landsins mesta úrval af pallaefni“.

Neytendastofa fór fram á að Húsasmiðjan sannaði fullyrðinguna eins og lög um eftirlit með viðskiptaháttum og markaðssetningu gera ráð fyrir. Húsasmiðjan lagði ekki fram fullnægjandi gögn til sönnunar fullyrðingunni og því taldi Neytendastofa hana brjóta gegn ákvæðum laganna.

Neytendastofa hefur heimildir til að sekta fyrirtæki fyrir brot á lögunum. Þar sem Neytendastofa taldi Húsasmiðjunni eiga að vera það fullljóst að fyrirtækið yrði að geta lagt fram gögn til staðfestingar á fullyrðingunni taldi Neytendastofa rétt að sekta fyrir brotið. Húsasmiðjunni var því gert að greiða 500.000 kr. stjórnvaldssekt.

Ákvörðunina má lesa í heild sinni hér.

TIL BAKA