Fara yfir á efnisvæði

Neytendastofa gerir könnun hjá fjármálafyrirtækjum

08.05.2008

Með fréttatilkynningu nr. 7/2008 í febrúar s.l. beindi viðskiptaráðherra tilmælum til fjármálafyrirtækja varðandi innheimtu seðilgjalda og sambærilegra fylgikrafna.  Tilmælin voru í samræmi við niðurstöðu starfshóps sem gerði úttekt á lagaumhverfi að því er varðaði viðskipti neytenda og banka, einkum með tilliti til gjaldtöku fjármálafyrirtækja og rafrænna greiðslukerfa. 
Viðskiptaráðherra hefur falið Neytendastofu að gera könnun á því í hvaða mæli fjármálafyrirtæki innheimti seðilgjöld eða aðrar sambærilegar fylgikröfur af neytendum, bæði vegna eigin krafna fjármálafyrirtækjanna og í umboði fyrir aðra kröfuhafa.  Könnunin er gerð í kjölfar ofangreindra tilmæla og ætluð til að sjá hvort breyting hafi orðið á innheimtu fyrirtækjanna á seðilgjöldum. 
Neytendastofa hefur sent fyrirspurn til fjármálafyrirtækja þar sem þess er farið að leit við fyrirtækin að þau geri grein fyrir m.a. því hvort þau innheimti seðilgjald eða aðra sambærilega kröfu, hvort gjaldtakan sé byggð á samningi við greiðanda, hvort greiðanda sé gefinn annar raunhæfur gjaldfrjáls valkostur til greiðslu kröfunnar og hvort gjaldið endurspegli raunverulegan kostnað við innheimtu kröfunnar. Svarfrestur er til 13. maí n.k. og gefst aðilum kostur á að svara fyrirspurninni skriflega eða rafrænt í gegnum rafræna Neytendastofu.

Sjá nánar fréttatilkynningu viðskiptaráðuneytisins 

TIL BAKA