Fara yfir á efnisvæði

Ellingsen innkallar Ski-doo vélsleða

21.05.2013

Neytendastofa barst tilkynning frá Ellingsen um innköllun á  vélsleðum af gerðinni Ski-doo. Ástæða innköllunarinnar er sú að undir ákveðnum kringumstæðum getur inntak eldsneytisdælu rekist í  olíutank með þeim afleiðingum að það getur brotnað og valdið bensínleka.

Ellingsen hefur haft samband við viðkomandi vélsleðaeigendur og viðgerð hefur þegar verið framkvæmd.

TIL BAKA