Fara yfir á efnisvæði

"Fólkið í næsta húsi" braut lög um viðskiptahætti og markaðssetningu

29.05.2009

Neytendastofu bárust fjölmargar kvartanir frá neytendum vegna auglýsingar Garðlistar sem send var á heimili í landinu og leit út sem sendibréf frá nágrönnum. Í auglýsingunni segja nágrannarnir frá því að garðverkin hafi verið orðin erfið og því hafi þau ákveðið að leita til Garðlistar.

Samkvæmt lögum eiga auglýsingar alltaf að vera þannig gerðar að neytendur átti sig á því að um auglýsingu sé að ræða. Í auglýsingu Garðlistar stóð í örsmáu letri framan á bréfinu að það væri auglýsing frá Garðlist. Að öðru leyti var ekkert í sendibréfinu sem gaf til kynna að um auglýsingu væri að ræða. Neytendastofa taldi það því ekki fullnægjandi.

Ákvörðunina má lesa í heild sinni hér.

TIL BAKA