Fara yfir á efnisvæði

Áfrýjunarnefnd neytendamála staðfestir ákvörðun Neytendastofu

12.03.2009

Áfrýjunarnefnd neytendamála hefur með úrskurði nr. 1/2009 staðfest ákvörðun Neytendastofu nr. 27/2008 vegna kvartana Toyota á Íslandi hf. og Brimborgar ehf. á fullyrðingum Heklu í tengslum við varanlegar verðlækkanir hjá félaginu.

Fallist var á það mat Neytendastofu að fullyrðing í blaðaviðtali um 12% meðallækkun hafi stafað frá starfsmanni Heklu. Þá féllst áfrýjunarnefndin á það að fullyrðingin fæli í sér brot gegn ákvæðum 6. gr. laga nr. 57/2005 um eftirlit með óréttmætum viðskiptaháttum og gagnsæi markaðarins eins og ákvæðið var orðað fyrir gildistöku laga nr. 50/2008.

Sjá úrskurð áfrýjunarnefndar neytendamála nr. 1/2009.

TIL BAKA