Fara yfir á efnisvæði

Notkun Þyrluþjónustunnar á léninu nordurflug.com villandi

29.05.2012

Norðurflug kvartaði til Neytendastofu vegna notkunar keppinautarins Þyrluþjónustunnar á léninu nordurflug.com. Taldi Norðurflug að Þyrluþjónustan ylli ruglingi milli aðila með því að beina umferð af léninu nordurflug.com yfir á heimasíðu Þyrluþjónustunnar.

Neytendastofa taldi að Þyrluþjónustunni hefði átt að vera fullljóst að notkun lénsins kynni að brjóta í bága við einkarétt Norðurflugs til firmanafns síns og lénsins nordurflug.is. Hefði Þyrluþjónustan því ekki verið í góðri trú við skráningu og notkun þess. Væri notkun Þyrluþjónustunnar á léninu því villandi og bryti gegn ákvæðum 5. gr. og 15. gr. a. laga nr. 57/2005 um eftirlit með viðskiptaháttum og markaðsssetningu.  

Undir rekstri málsins afskráði Þyrluþjónustan lénið og taldi Neytendastofa því ekki ástæðu til frekari aðgerða.

Ákvörðunina má lesa í heild sinni hér.

TIL BAKA