Fara yfir á efnisvæði

Tiger innkallar snjókúlur úr gleri

09.03.2012

Fréttamynd

Neytendastofa vekur athygli á innköllun TIGER á snjókúlum með álfum og jólafígúrum sem voru seldar í versluninni á síðasta ári. Ástæða innköllunarinnar er hætta á meiðslum þar sem glerið getur auðveldlega brotnað detti það í gólfið eða sé því rekið í eitthvað hart.
Neytendastofa hvetur alla þá sem keypt hafa tilteknar snjókúlur um að skila þeim til Tiger. Varan verður endurgreidd að fullu.
Nánari upplýsingar varðandi innköllun á þessari vöru má fá hjá Tiger í síma 660 8211 eða hjá Söndru á netfanginu sandra@tiger.is

Hægt er að skoða tilkynninguna ásamt myndum þeim kúlum sem um ræðir í tilkynningarkerfi RAPEX.

TIL BAKA