Fara yfir á efnisvæði

Neytendastofa sektar Lyfju

02.08.2013

Neytendastofa hefur lagt 250.000 kr. stjórnvaldssekt á fyrirtækið Lyfju fyrir að hafa brotið gegn ákvörðun stofnunarinnar frá 6. janúar 2012. Með fyrri ákvörðun Neytendastofu var þeim tilmælum beint til fyrirtækisins að hætta að auglýsa kaupauka, með snyrtivörum, sem gjöf. Jafnframt var þess óskað að fyrirtækið hætti að auglýsa verðmæti kaupauka sem innihalda vörur í magnumbúðum sem ekki eru söluvörur. Með því að auglýsa verðmæti kaupauka með snyrtivörum, sem ekki eru seldar í þeim magnumbúðum sem kaupaukinn inniheldur, hefur Lyfja brotið gegn fyrri ákvörðun Neytendastofu. Þótti Neytendastofu af þessu tilefni nauðsynlegt að leggja stjórnvaldssekt á fyrirtækið.

Ákvörðunina má lesa í heild sinni hér.

TIL BAKA