Fara yfir á efnisvæði

Könnun á skartgripum úr eðalmálmum

24.07.2009

Fréttamynd

Neytendastofa hefur gert könnun á verðmerkingum og ástandi ábyrgðastimpla vegna sölu skartgripa á Akureyri. Farið var í fjórar verslanir og athugað hvort að skartgripirnir uppfylltu ákvæði laga um vörur unnar úr eðalmálmum nr. 77/2002 auk ákvæða reglugerðar nr. 938/2002. Markmið laganna er að vernda neytendur með því að setja reglur um að vörur úr eðalmálmum sem seldar eru til þeirra úr gulli, silfri, palladíum og platínu hafi þann hreinleika sem seljendur lofa við sölu á vörunni. Nánari upplýsingar um ákvæði fyrrgreindra laga og reglugerðar má finna hér.

Tilgangurinn var að fá yfirlit yfir hvernig staðan er á Akureyri varðandi lögbundna stimpla á skartgripum unnum úr eðalmálmum og ástandi verðmerkinga. Skoðað voru samtals 27 vörur. Valdar voru mismunandi vörur úr eðalmálmum í útstillingum. Skráð var notkun hreinleikastimpla og gildra nafnastimpla á vörum unnum úr eðalmálmum. Nær allar vörurnar voru með hreinleikastimpil eða 93% af vörunum, 7% bára rangan stimpil þ.e. karöt í stað hreinleikastimpils. Hreinleikastimpill er þriggja tölustafa stimpill sem sýnir hversu mikið magn af hreinu gulli, silfri, platínu eða palladíum er í viðkomandi vöru.

Aðeins 48% af skartgripunum báru skráða nafnastimpla og 15% af vörunum báru engan nafnastimpil. En nafnastimpill segir til um hver sé framleiðandi, seljandi eða innflytjandi vöru þannig að hægt sé að rekja uppruna hennar.

Einnig var í verslununum kannað hvort skartgripir og aðrar vörur væru verðmerktar sbr,  reglur nr. 725/2008 um verðmerkingar og aðrar verðupplýsingar. Ástand verðmerkinga var viðundandi á öllum sölustöðum og í versluninni Úr og skart voru verðmerkingar til fyrirmyndar.

Neytendur geta komið ábendingum á framfæri í gegnum rafræna Neytendastofu.

 

TIL BAKA