Fara yfir á efnisvæði

Meirihluti eigenda snyrtistofa fóru eftir ábendingum Neytendastofu

12.05.2011

Í mars sl. fylgdi starfsmaður Neytendastofu eftir könnun sem gerð var á verðmerkingum hjá snyrtistofum á höfuðborgarsvæðinu í janúar sl.  Farið var á 32 snyrtistofur sem ekki voru með verðmerkingar í lagi í fyrri ferð. Athugað var sem fyrr hvort verðskrá yfir þjónustu væri sýnileg og hvort söluvörur væru verðmerktar.

Höfðu eigendur flestra stofanna tekið vel við ábendingum um að setja upp verðskrá, eða allar nema tvær en það eru  snyrtistofa Ágústu og Eygló heilsulindar, voru ekki búnar bregðast við þegar skoðað var í seinna skiptið, en hugðust bæta úr þessu.

Ekki voru verðmerkingar á söluvörum alveg eins góðar, en 23 snyrtistofur (72%) voru búnar að koma þeim verðmerkingum í lag, en á níu stofum (28%) var þörf á úrbótum. Á einni stofu þar sem búið var að laga verðmerkingar á söluvörum hafði salan aukist merkjanlega eftir að verð voru orðin sýnileg, þannig að það er ljóst að það er í hag bæði neytenda og söluaðila að verðmerkja  vörur sínar skýrt og greinilega.

Við minnum neytendur á að senda inn ábendingar í gegnum heimasíðu okkar, www.neytendastofa.is

TIL BAKA