Fara yfir á efnisvæði

Áfrýjunarnefnd neytendamála fellir úr gildi ákvörðun Neytendastofu

01.11.2007

Áfrýjunarnefnd neytendamála hefur með úrskurði í máli nr. 8/2007 fellt úr gildi ákvörðun Neytendastofu nr. 15/2007.  Neytendasamtökin kvörtuðu undan auglýsingum Samtaka fjármálafyrirtækja þar sem fullyrt var að þjónustugjöld íslenskra banka væru lægst á Íslandi í samanburði við önnur Norðurlönd.  Neytendastofa taldi auglýsingarnar brjóta gegn ákvæðum 2. mgr. 6. gr. laga nr. 57/2005.  Áfrýjunarnefnd neytendamála taldi ekki um brot að ræða og felldi ákvörðun stofnunarinnar úr gildi. 

Sjá úrskurð áfrýjunarnefndar í máli nr. 8/2007

TIL BAKA