Fara yfir á efnisvæði

Auglýsingar American Express bannaðar

23.02.2010

Fréttamynd

Með ákvörðun Neytendastofa hefur stofnunin bannað birtingu auglýsinga American Express þar sem borin er saman vildarpunktasöfnun korthafa American Express og VISA. Neytendastofa taldi auglýsinguna brjóta gegn lögum um eftirlit með viðskiptaháttum og markaðssetningu þar sem gefið er í skyn að vildarpunktasöfnun með VISA kortum taki óeðlilega langan tíma borið saman við American Express.

Í ákvörðuninni er einnig fjallað um að fyrirtækið hafi ekki geta sannað fullyrðingarnar „Þú safnar vildarpunktum tvöfalt hraðar með American Express“ og „Með Premium Icelandair American Express færðu bestu ferðatryggingu sem völ er á“ sem fram komu á vefsíðu þess.

Ákvörðunina má lesa í heild sinni hér

TIL BAKA