Fara yfir á efnisvæði

Allsherjar verðlækkun BYKO ekki villandi

05.07.2012

Í byrjun árs auglýsti BYKO allsherjar verðlækkun hjá félaginu í tilefni af 50 ára afmæli þess. Bæði Múrbúðin og Húsasmiðjan kvörtuðu yfir auglýsingunum og töldu þær rangar. Fyrirtæki hafi reglulega gert verðkannanir hjá BYKO sem sýni fram á að vöruverð hafi ekki almennt lækkað. Þá hafi viðskiptamannaafslættir verið teknir af sem leiði til þess að einstaklingar sem áður hafi fengið viðskiptamannaafslátt greiði hærra verð fyrir vörur eftir allsherjar verðlækkun.

Neytendastofa fékk afrit af sölugögnum BYKO og taldi þau sýna með fullnægjandi hætti fram á að verð hafi raunverulega verið lækkað með allsherjar verðlækkun. Þrátt fyrir að einstaka viðskiptavinir sem áður fengu sérstakan afslátt geti þurft að greiða hærra verð núna þá var sannað að almennt lækkaði verð og því taldi Neytendastofa auglýsingarnar ekki villandi eða rangar.

Ákvörðunina má lesa í heild sinni hér.

TIL BAKA