Fara yfir á efnisvæði

Leikföng: 12 góð ráð fyrir Jólin

09.12.2010

Fréttamynd

Leikföng eru vinsælar jólagjafir  handa börnum enda eru þau hluti af þroskaferli þeirra.  Til þess að leikur barna geti orðið hvað ánægjulegastur  og  öryggi þeirra tryggt er mikilvægt að neytendur hafi í huga  að velja leikfang sem hæfir barninu og að það uppfylli þær öryggiskröfur sem til þess eru gerðar. Því vill Neytendastofa benda fólki á að hafa eftirfarandi í huga þegar velja á leikföng:

Lestu alltaf á miðana sem eru á leikfanginu. Taktu eftir ráðleggingum er varða aldur og öryggisatriði – taktu þeim alvarlega. EKKI kaupa leikföng sem eru ekki CE merkt, merkið á að vera á umbúðunum eða á leikfanginu sjálfu. CE merkið táknar að framleiðandinn ábyrgist að varan samræmist viðeigandi Evrópskum öryggiskröfum, sem eru meðal þeirra ströngustu í heiminum.

Veldu leikföng sem hæfa aldri barnsins, hæfni þess og þroskastigi. Leikföng sem ekki eru ætluð aldurshópi barnsins geta valdið hættu. Lesið vandlega og fylgið ráðleggingum um aldur, takið sérstaklega eftir merkinu, samanber mynd, sem þýðir að leikfangið hæfir ekki börnum yngri en 3ja ára. Mundið að þetta merki er viðvörun ekki  ráðlagning.

Gefið ekki börnum yngri en 3ja ára leikföng sem eru með smáa hluti.  Börn hafa tilhneigingu til þess að setja upp í munninn leikföng  smáir hlutir geta staðið í börnum og valdið köfnun. Kannið hvort tuskudýr með augu, eyru, nef og aðra smáa hluti séu kirfilega festir.

Fylgið vandlega leiðbeiningum um hvernig setja á saman og nota leikföng. Geymið leiðbeiningarnar og upplýsingarnar sem fylgja leikfanginu á öruggum stað.

Kaupið leikföng frá traustum smásala og traustri vefverslun. Traustir smásalar er umhugað um vörunar sem þeir selja og hjá þeim er einnig  hægt að skila vöru. Óheiðarlegum kaupmönnum hættir til að vanrækja þætti er varða heilsu og öryggi og gætu einnig verið að selja fölsuð leikföng. Sérstaklega skal gæta að vörum sem seld eru á vefverslunum, leikföngum sem eru ókeypis og leikföngum sem keypt eru á nytjamörkuðum eða nytjaverslunum.

Leiðbeinið börnunum við leik.  Gangið úr skugga um það að leikið sé með leikföngin líkt og gert er ráð fyrir og að það hæfi aldri og getu barnsins.  Hvað varðar sum leikföng, s.s. hlaupahjól, línuskauta og hjól skal ætið gæta þess að notaðir séu hjálmar og aðrar viðeigandi hlífar.

Skoðið leikföngin reglulega til að kanna hvort þau hafa orðið fyrir hnjaski sem gæti leitt til þess að barnið gæti meitt sig á því eða  valdið annarri hættu gagnvart heilsu þess eða öryggi. Fleygið strax leikföngum sem eru brotin eða skemmd.

Tryggið að öll leikföng sem eru ætluð eldri börnum sé haldið fyrir utan seilingar barna yngri en 36 mánaða, þar sem þau geta innihaldið smáa hluti.

Fjarlægið allar umbúðir, m.a. plastpoka, merkimiða, og annað sem tilheyrir ekki leikfanginu, en geymið leiðbeiningarnar.  Tryggið að yngri börn leiki sér ekki með plastumbúðir þar sem þær geta valdið hættu á köfnun. Passið einnig upp á að börn hafi ekki aðgang að rafhlöðum.

Kennið börnum ykkar að taka til eftir sig til að koma í veg fyrir slys. Ekki skilja eftir leikföng í tröppum eða á stöðum þar sem umgengi er mikið.

Upplýsið alltaf framleiðendur og Neytendastofu ef þið verðið var við öryggisvandkvæði leikfanga. Upplýsingar um hættulegar vörur sem teknar hafa verið af markaði má finna á RAPEX Tilkynningarkerfi ESB, þ.á.m. leikföng.

Munið eftir þessum ráðum varðandi öryggi barnanna allt árið um kring, ekki bara Jólin.

TIL BAKA