Fara yfir á efnisvæði

Ákvörðun um atvinnuleyndarmál

21.02.2011

Neytendastofa hefur komist að þeirri niðurstöðu að fyrrverandi starfsmaður Sportís ehf. hafi brotið gegn ákvæðum laga um eftirlit með viðskiptaháttum og markaðssetningu með því að hagnýta sér atvinnuleyndarmál Sportís þegar hann hætti störfum hjá fyrirtækinu.

Sportís kvartaði yfir því að starfsmaðurinn hafi með ýmsum hætti nýtt sér upplýsingar um viðskiptamenn félagsins og væntanleg verkefni. Hann hafi auk þess haldið upplýsingum um pantanir frá félaginu í þeim tilgangi að sinna þeim sjálfur. Þá var kvartað yfir því að starfsmaðurinn hafi ófrægt félagið gagnvart erlendum birgjum þess.

Stofnunin taldi starfsmanninn ekki hafa brotið gegn ákvæðum laganna með samskiptum sínum við erlenda birgja félagins. Hins vegar hafi hann hagnýtt sér upplýsingar sem hann öðlaðist í starfi sínum hjá Sportís og leynd ætti að fara um.

Ákvörðunina má lesa í heild sinni hér.

TIL BAKA