Fara yfir á efnisvæði

Ákvörðun Neytendastofu nr. 16/2007

13.07.2007

Neytendastofa hefur bannað Aðalstöðinni ehf. (áður Aðalstöðin-BSH ehf.) að nota firmanafnið Aðalstöðin í kjölfar kvörtunar Leigubílastöðvarinnar 5678910 Aðalbíla-BSH-NL ehf. og BSH Leigubíla ehf. Neytendastofa telur að Aðalstöðin ehf. hafi með notkun firmanafnsins, með bréfi til viðskiptavina og auglýsingum brotið gegn ákvæðum 5., 6. og 12. gr. laga nr. 57/2005 um eftirlit með óréttmætum viðskiptaháttum og gagnsæi markaðarins. Sjá nánar ákvörðun nr. 16/2007.

TIL BAKA