Fara yfir á efnisvæði

Ákvörðun Neytendastofu staðfest að hluta

28.06.2013

Áfrýjunarnefnd neytendamála hefur með úrskurði í málum nr. 20/2012 og 22/2012 staðfest þá ákvörðun Neytendastofu að ekki sé ástæða til aðgerða vegna umbúða um Rautt kóreskt ginseng.

Úrskurðurinn snýr að ákvörðun Neytendastofu nr. 44/2012. Í því máli héldu Eðalvörur því fram að mikil ruglingshætta væri á umbúðum Eggerts Kristjánssonar ehf. á Rauðu kóresku ginsengi og umbúðum Eðalvara á Rauðu eðal ginsengi sem Neytendastofa féllst ekki á. Við meðferð málsins hjá Neytendastofu var einnig komið á framfæri kvörtun yfir því að Rautt kóreskt ginseng væri ekki frá Kóreu. Neytendastofa fjallaði ekki um þá kvörtun þar sem mat stofnunarinnar var það að hún félli undir ákvæði matvælalaga og var Eðalvörum leiðbeint að leita með erindi sitt til matvælaeftirlits.

Í úrskurði áfrýjunarnefndar er um það fjallað að ákvæði matvælalaga komi ekki í veg fyrir að Neytendastofa geti tekið til meðferðar kvörtun yfir fullyrðingum um uppruna ginsengs á grundvelli laga um óréttmæta viðskiptahætti. Var sá þáttur málsins sendur til nýrrar meðferðar Neytendastofu.

TIL BAKA