Fara yfir á efnisvæði

Ákvörðun Neytendastofu nr. 2/2006

28.04.2006

Neytendastofa hefur bannað Iceland Excursion Allrahanda ehf. að nota í auglýsingum fullyrðingar um að fyrirtækið bjóði betri ferðir, betra verð og bestu ferðirnar. Þetta er gert þar sem Allrahanda hefur ekki getað fært sönnur á fullyrðingarnar. Auglýsingar sem innihalda ósannaðar fullyrðingar gefa neytendum rangar og villandi upplýsingar og eru ósanngjarnar gagnvart neytendum. Sjá nánar ákvörðun nr. 2/2006.

TIL BAKA