Fara yfir á efnisvæði

Faggilding kvörðunarþjónustu Neytendastofu

24.07.2007

Þann 6. júlí 2007 vottaði breska faggildingarstofan UKAS faggildingu kvörðunarþjónustu Neytendastofu í þriðja sinn með því að gefa út á eigin vef faggildingarsvið (Schedule of Accreditation) Neytendastofu. Finna má Schedule of Accreditation hér.
Þar kemur fram að faggildingin nær til F1 lóða: 1 mg til 20 kg, M1: lóða 1 mg til 500 kg; rafhitamæla -80°C til 550 °C, glerhitamæla -80°C til 240°C; nákvæmnisvoga með F1 lóðum: 1 mg til 5 kg, voga með M1 lóðum allt að 500 kg
Árlega koma sérfræðingar frá UKAS og gera úttekt á kvörðunarþjónustu Neytendastofu. Tilgangurinn er að athuga hvort að þjónustan standist kröfur  ÍST EN ISO 17025:2005 um kvörðunarstofur sem er einnig í samræmi við ÍST EN 9001:2000 um gæðastjórnunarkerfi. Þann 6. júlí var vottorðið endurnýjað eins og fyrr sagði en fyrsta vottorðið var gefið út 14. október 2005. Í umsögn UKAS kom fram að kvörðunarþjónustan veitti hágæða þjónustu.

 

TIL BAKA