Fara yfir á efnisvæði

Löggildingarstofa viðurkennir öryggisstjórnun Norðurorku

14.02.2003

Þann 11.febrúar sl. gaf Löggildingarstofa út formlega viðurkenningu á öryggisstjórnun Norðurorku. Fyrirtækið og forveri hennar, Rafveita Akureyrar, hefur starfað eftir öryggisstjórnunarkerfi í nokkur ár. Það hefur verið  skoðað af faggiltri skoðunarstofu eftir skilgreindum verklagsreglum Löggildingarstofu en þó án þess að fyrirtækið hafi lokið viðurkenningarferli að fullu fyrr en nú. Ábyrgðarmaður öryggisstjórnunarkerfisins er Gunnar Haukur Gunnarsson.

TIL BAKA