Fara yfir á efnisvæði

Toyota innkallar Prius

18.12.2012

Fréttamynd

Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Toyota varðandi innköllun á Prius vegna kælidælu í Hybridkerfi. Alls er um að ræða 143 bifreiðar framleiddar á tímabilinu 2003 -2009. Ástæða innköllunarinnar er sú að mótor í kælidælu getur orðið óvirkur og kerfið ofhitnað. Við það getur bifreiðin misst afl og stöðvast.

Viðkomandi bifreiðareigendum hefur verið sent bréf vegna innköllunarinnar.

TIL BAKA