Fara yfir á efnisvæði

Námskeið til löggildingar vigtarmanna

30.09.2010

Fréttamynd

Almennt námskeið til löggildingar vigtarmanna hefst mánudaginn 4. október nk. kl. 9:30. Námskeiðinu lýkur miðvikudaginn 6. október. Námskeiðið er haldið að Borgartúni 21, 105 Reykjavík í kjallara. Námskeiðið er fullbókað og búið er að loka fyrir skráningar.

Endurmenntunarnámskeið verður haldið 11. október og hefst kl. 9:30. Námskeiðið er einnig haldið að Borgartúni 21.

Ennfremur verður haldið endurmenntunarnámskeið á Akureyri 14. október og hefst það kl. 8:30. Námskeiðið verður haldið að Skipagötu 14, 2. hæð. Hægt er að skrá sig á námskeiðið á vefsíðu Neytendastofu á slóðinni http://rafraen.neytendastofa.is/pages/skraninganamskeid/. Allar nánari upplýsingar er hægt að fá hjá Neytendastofu.

TIL BAKA