Fara yfir á efnisvæði

Vigtarmannanámskeið í janúar 2010

27.01.2010

Fréttamynd

Námskeiðum til löggildingar vigtarmanna og til endurlöggildingar vigtarmanna voru haldin í Reykjavík í janúar sl. Mjög góð mæting var á almenna námskeiðið en fámennt var á endurmenntunarnámskeiðinu en vegna óveðurs voru forföll. Á almenna námskeiðið mættu 20 manns og á endurmenntunarnámskeiðið mættu 9.

Grunnur námskeiðanna byggir á að fara yfir lög og reglugerðir, t.d á vegum Neytendastofa lög nr. 91/2006 um mælingar, mæligrunna og vigtarmenn, reglur um almennt og sérstakt hæfi löggiltra vigtarmanna, reglugerð um löggildingarskyldu mælitækja í notkun, reglugerð um mælifræðilegt eftirlit með ósjálfvirkum vogum, reglugerð um löggildingartákn og merkingar eftirlitsskyldra mælitækja, reglugerð um ósjálfvirkar vogir, reglugerð um mælieiningar, reglugerð um innleiðingu á tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins nr. 2004/22 um mælitæki. Sérstök áhersla er svo einnig lögð á efni tengt vigtun sjávarafla. Leiðbeinendur starfa m.a. hjá Neytendastofu og Fiskistofu. Námskeiðin eru haldin í húsnæði Neytendastofu í Borgartúni 21.

Námskeiðin eru haldin þrisvar sinnum á ári og verða næstu námskeið haldin í maí 2010.

Á heimasíðu Neytendastofu er hægt að fá nánari upplýsingar um inntökuskilyrði á námskeiðin ásamt öðrum upplýsingum. Tímasetningar fyrir næstu námskeið má sjá hér.
 
Skráning á námskeið og umsókn um bráðabirgðalöggildingu fer fram hér.

TIL BAKA