Fara yfir á efnisvæði

Barnastólar og öryggi þeirra

29.12.2004

Slysin urðu með þeim hætti að börnunum tókst að spyrna fótum í brík undir borðinu eða borðplötuna. Tvö barnanna fengu heilahristing en hinum varð ekki meint af.
Sameiginlegt var hjá öllum foreldrunum sem tilkynntu slysin að þeim hafði ekki dottið í hug að barnastólarnir gætu oltið um koll. Ekki er um eina tegund stóla að ræða.   Athygli vakti þó að margir foreldrar virtust hafa óbilandi trú á ákveðinni tegund stóla, þ.e. að þeir gætu alls ekki oltið. En staðreyndin er sú að allir stólar geta oltið þegar að barn spyrnir fótunum í borð, eða annan fastan hlut.  Styrkur og spyrnukraftur smábarna í fótunum er töluverður eða um 7-9 kg.
Mikilvægt er fyrir foreldra og forráðamenn barna, sem nota daglega háa barnastóla að hafa það í huga að láta ekki börn sitja eftirlitslaus í stólunum og jafnframt huga að öryggisráðstöfunum.  Hægt er að festa stólana við borð á handhægan hátt.  Kaupið einfaldlega nælonborða sem er með plastspennum á báðum endum, svipuðum og er á reiðhjólahjálmum t.d. í verslunum sem selja útivistarbúnað.
Á heimasíðu Árvekni  má sjá myndir sem sýna þessar festingar ásamt leiðbeiningum um festingu þeirra.

TIL BAKA